
Grafarholtið
Hér er bara planið að hafa smá gaman saman og vonandi færa okkur nær hvort öðru. Grafarholtið og Úlfarsárdalur eru eins og tvö lítil samfélög í borginni. Sjálfur er ég fyrrum landsbyggðarmaður og þorpsbúi frá mjög litlu þorpi úti á landi þar sem allir þekkja alla, sem er þó ekki alltaf gott en yfirleitt samt. Langaði mig með þessari vefsíðu að reyna að ná sömu stemningu eins og í gamla þorpinu í hverfunum tveimur sem liggja hlið við hlið, rétt eins og Hellisandur og Rif á Snæfellsnesinu. Mikil samheldni einkenndi fólkið í þorpinu og allir voru tilbúnir að aðstoða hvorn annan. Oft voru haldnir viðburðir þar sem flestir komu saman og mikið fjör var yfirleitt á staðnum. Ef þú varst ný/r á staðnum varstu ekki lengi að kynnast öllum hinum í þorpinu. Kynnumst hvoru öðru betur og kannski eignumst við vini hér fyrir lífstíð. Sjálfur er ég búinn að búa í Grafarholtinu síðan um haustið árið 2012 og vil ég hvergi annarsstaðar vera.
Vefsíða þessi er unnin í sjálfboðavinnu.
Garðar Örn Hinriksson gardarheimsins@gmail.com